top of page

​KÍSILL EHF

Fyrirtækið Kísill var stofnað árið 1962 af amerísk-ítalska innflytjandanum Frank Arthur Cassata. Fyrirtækið lagði fyrstu árin áherslu á framleiðslu á mónósílan-vatnsverjum sem voru sérhannaðar fyrir íslenskar aðstæður.

 

Eftir því sem fyrirtækið óx og dafnaði bættust við hinar ýmsu innfluttu efnavörur, auk matvöru frá Sikiley og Ítalíu. Kísill varð einnig fljótt leiðandi í innflutningi á tækjum og rekstrarvörum fyrir heilbrigðisgeirann, og höfum við notið áratugalangs farsæls samstarfs við allar helstu heilbrigðisstofnanir landsins.

 

Kísill er enn rekið af afkomendum Franks og felst gæðatrygging okkar í persónulegri og hraðri þjónustu.

bottom of page