top of page

Efnavörur

Kísill var stofnað í kringum framleiðslu og innflutning á efnavöru fyrir íslenskar aðstæður, og hefur í hartnær 60 ár verið leiðandi á því sviði. Kísill kynnti þjóðina fyrir mónósílan vatnsverjum sem við framleiðum og seljum enn undir eigin merkjum. Meðal söluaðila eru Byko, Sérefni, Útileigumaðurinn o.fl. Auk eigin framleiðslu flytjum við inn efna- og iðnaðarvörur frá neðantöldum framleiðendum.

Screenshot 2020-07-08 at 16.52.55.png

TJALDSIL er vatnshrindandi silicone efni sem notað er á tjöld, tjaldvagna, fellihýsi og önnur efni t.d. segldúk, hör, poplin, bílablæjur og leður.

 

TJALDSIL myndar ekki húð svo áborið efnið heldur áfam að anda. Tjaldsil hefur verið notað með góðum árangri á útilegubúnað og fleira í áratugi.

Screenshot 2020-07-08 at 16.51.56.png

MUR-SILAN er vatnsfæla, 40% tær lausn af  mónósílan, sem smýgur mjög vel inn í öll gljúp steinrík byggingarefni.

MUR-SILAN binst steininum órjúfanlegum efnatengjum og gerir hann þannig mjög varanlega vatnsfælinn, án þess að hafa áhrif á rakaflutning í loftkenndu ástandi og truflar því ekki rakaskipti steinsins við umhverfið. Prófað af Rannsóknarstofnun Byggingariðnaðarins. Rannsókn  Nr: H03/636.

logo5.png

Elga

Vatnsfilterar fyrir rannsóknarstofur.

bottom of page