Heilbrigðisvörur
Kísill hefur þjónustað heilbrigðiskerfið í áratugi. Við flytjum inn og þjónustum breiða línu af tækjum, áhöldum og rekstrarvörum frá öllum helstu framleiðendum.
Hér að neðan eru helstu umboð sem við erum með ásamt stuttri lýsingu. VIð getum útvegað allar vörur frá þessum aðilum og vísum í vefsíður þeirra varðandi vöruframboð.
Hikið ekki við að hafa samband með fyrirspurnir eða verðtilboð.

Atlantic UV
Sótthreinsun og gerileyðing á snertiflötum, lofti og vatni. Meðal annars viðbætur í lofræstikerfi, frístandandi tæki og útfjólubláar perur.

Canon
Heilbrigðissvið Canon framleiðir greiningartæki frá augnbotnamyndavélum til augssneiðmyndatækja

Essmed
Greiningartæki, fræsarar, lasertæki og fleira fyrir augnlækna og sjóntækjafræðinga

G.Medics
Hágæða sjónmælingartöflur auk annarra greiningartækja bæði fyrir augnlækna og sjóntækjafræðinga.

Icare
icare augnþrýstimælar eru í notkun hjá flestum augnlæknum á landinu í dag. Bjóðum einnig uppá útgáfur fyrir dýralækna.

InNova s4
Innova S4 framleiðir allt frá húsgögnum, skoðunarbekkjum og stólum, til vandaðra greiningartækja fyrir augnlækna.

Meccanottica Mazza
Skoðunareiningar sem bjóða upp á margar útfærslur af hringborðum fyrir tæki. Einnig stakir skoðunarstólar o.fl. húsgögn á læknastofuna.

Mizuho
Mizuho er einn þekktasti framleiðandi æðaklemma í heiminum í dag, og notar Landspítali klemmir frá þeim. Einnig aðrar vörur tengdar skurðstofunni.

Nikon
Nikon er einn virtasti smásjárframleiðandi fyrir rannsóknarstofur í heiminum í dag.

Lunaeu
Briot, Weco og VIsionix hafa sameinast undir nafninu Lunaeu. Við bjóðum glerslípitæki og umgjarðaskanna frá Briot og Weco, ásamt breiðri línu tækja frá VIsionix fyrir augnlækna og sjóntækjafræðinga.

Ocular Instruments
Ocular Instruments hefur framleitt greiningarlinsur í yfir 50 ár.

Reichert
Sjóntöflur, augnþrýstimælar, og fleiri greiningartæki fyrir sjóntækjafræðinga og augnlækna.

Rini
Skoðunarbekkir, borð, skurðstólar o.fl. er brot þeirra vara frá sænska framleiðandanum Rini sem eru í notkun á Landspítala og heilsugæslum.

Tomey
Tomey framleiðir mikið úrval af greiningartækjum fyrir augnlækna og sjóntækjafræðinga.